
Mikill meirihluti Íslendinga kaupir fasteign einhvern tímann á lífsleiðinni og verður þá að nýta sér þjónustu fasteignasala. Löggiltir fasteignasalar hafa einkaleyfi til þess að hafa milligöngu um kaup og sölu fasteigna hér á landi samkvæmt lögum um sölu fasteigna og skipa. Hér á landi sér einn og sami fasteignasalinn öllu jafna um hver fasteignaviðskipti en í sumum nágrannaríkjum okkar hafa seljandi og kaupandi hvor sinn fasteignasalann til að annast viðskiptin.

Sum okkar kannast við að eiga eða hafa einhvern tímann átt erfiða nágranna. Í mörgum tilvikum er hægt að eiga við misjafna umgengni og deilur, t.d. í sameign. Það getur verið öllu erfiðara að eiga við nágranna sem býr í einbýlishúsi eða eigin eign. Til dæmis ef fólkið í næsta húsi sinnir ekki eigninni og allt er í niðurníðslu þannig að þig verkjar í augun í hvert sinn sem þú stígur út úr húsi.